Heitbindingin rífur brynjuna utan af hjartanu.
Skjaldarlaust útvarpar hjartað tíðni sinni af margföldum krafti til heimsins og allra sem í honum búa – opið hjarta snertir allt og heimurinn fer að hreyfast með; heimurinn fer að hlusta og hreyfast.
Upp úr skínandi athygli fæðist vilji til ábyrgðar og máttar. Afleiðingin er þessi:
Ábyrgðin getur af sér heimild til að skilgreina sinn eigin tilgang – að hætta að vera laufið í vindinum – og allt þetta skapar grunninn að upp- ljómuðu lífi. Þú hefur fullt vald yfir lífi þínu.
Heitbindingin er ákvörðun um að mæta til fulls í eigið líf, í núið, í eigin persónuleika, án áhengja, án viðnáms, án dóma eða fordóma.
Þú vilt þig svona eins og þú ert, núna, alltaf!