Mín heitbinding gagnvart mat og allri næringu er mjög einföld:
„Þegar það fer ofan í mig, þá er það ást.“
Þetta felur í sér að að öllu jöfnu borða ég hollan, lifandi og lífrænt ræktaðan mat, ég neyti hans með athygli, þakklæti og kærleika, tygg vel og borða hóflega, því að annars ofbýð ég rými líkamans, fylli kamínuna sem er líkami minn og fæ meltingar- truflanir sem draga úr velsæld. Eftir að hafa gert þetta lengi þekki ég fyllilega inn á líkama minn, ég heyri þegar hann kallar á næringu og ég greini líka stundum öðruvísi ákall – ákall á fjarveru.
Þegar það fer ofan í mig, þá er það ást. Ég sparka ekki í mig liggjandi og þjáist í skömm og fyrirlitningu yfir því að „svíkja“ eigin vitneskju um heilbrigðan mat. Ég skamma mig ekki í huganum á meðan ég bít í hamborgarann og dýfi frönskunum í sósuna.
Ég elska mig. Ég elska mig samt. Ég elska mig líka þegar ég ligg. Og ég hjálpa mér á fætur.