Fyrst er að finna heimildina til velsældar, hleypa henni út úr hjartanu og inn í allan líkamann og allt lífið.
Að fara úr dýrslegum viðbrögðum yfir í valið far – yfir í ferli; markviss ferli sem styðja við ljós hjartans. Til að hleypa sér inn í fulla framgöngu þarf tvennt að koma til:
Skýr, heitbundin og kröftug sýn á hvað það er sem þú vilt skapa.
Hjarta sem er opið fyrir gjöfunum sem geta komið frá heiminum og haft áhrif á þessa sýn.
Svo er það umgjörðin um kraftaverkið. Hana sköpum við og staðfestum, aftur og aftur, með einlægum vilja.
Það kann að hljóma órómantískt eða laust við hjartnæma hugsjón að ætla að útbúa umgjörð um kraftaverk (við viljum jú að allt svoleiðis komi af sjálfu sér, eins og ástin) en máttug horfumst við í augu við staðreyndirnar og forsögu okkar sjálfra og sjáum að til að brjóta vanann á bak aftur þurfum við að skapa ný ferli.