Sjáum hvernig við förum að á öðrum sviðum lífs okkar. Við sláum upp mótatimbri til að styðja við steypuna þar til hún harðnar.
Við styðjum við börnin okkar og hvetjum þau þangað til þau ganga sjálf. Við notum hækjur á meðan við jöfnum okkur eftir fótbrot.
Og þegar við gróðursetjum ungar og viðkvæmar plöntur búum við til skjól því við vitum að annars fer plantan að vaxa en gefst svo upp þegar á móti blæs.
Þegar við förum úr hegðunarmynstri skordýrsins yfir í ferli velsældar þurfum við næringu, umgjörð og skjól, því annars blása vindar fortíðar um þessa plöntu okkar, festan verður engin og hún lognast út af og deyr.
Rétt eins og annað sem á að vaxa, styrkjast og stækka þarf plantan okkar athygli, næringu, ást og skjól.