Af hverju skiljum við þörfina á skjóli við ýmsar viðkvæmar aðstæður í náttúrunni og daglegu lífi en viljum neita okkur sjálfum um skjól þegar við stígum inn í ljósið og út úr skuggahegðuninni?
Af hverju skiljum við þörfina á skjóli við ýmsar viðkvæmar aðstæður í náttúrunni og daglegu lífi en viljum neita okkur sjálfum um skjól þegar við stígum inn í ljósið og út úr skuggahegðuninni?
Erum við að neita okkur um sjálfsögð réttindi? Erum við að bregða fæti fyrir okkur sjálf?
Framgangan opinberar heimildina. Allt sem við gerum opinberar okkur.
Þegar framgangan er hæg eða engin geturðu litið á hvaða heimild þú hefur skammtað þér.
Birtan er takmörkuð. Þarna er beint orsakasamhengi á milli – um leið og þú gefur þér heimild til að láta af hegðun vansældar og skorts mun framgangan koma af sjálfu sér, án þvingunar.