Heimurinn vill samskipti og tjáningu – heimurinn hlustar á þá sem hlusta á hjarta sitt og veita því framgöngu; þá sem gefa hjarta sínu rödd á fullri tíðni. Hann hlustar á þá sem í heyrist.
Því að söngur hjartans skilyrðir heiminn,tjáir honum hvað við viljum. Þegar ég segi honum að ég sé asni sem ekkert skilur og flækjufótur sem klúðrar öllu sem ég tek mér fyrir hendur, þá mun heimurinn, í leit sinni að samhljómi við mig, senda mér fólk og aðstæður sem staðfesta þá heimsmynd.
Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar - hvort sem þú veitir því athygli sem þú vilt sannarlega í hjartanu - eða því sem þú vilt ekki!