Það skiptir ekki máli hversu oft þú hafnar þér – aðeins hversu oft þú tekur við þér til baka.
Það skiptir ekki máli hversu oft þú ferð – aðeins hversu oft þú kemur.
Í hvert skipti sem þú ferð ertu að yfirgefa þig. Í hvert skipti sem þú kemur ertu að elska þig.
Forsenda ábyrgðar er fyrirgefning. Ábyrgð er forsenda fyrirgefningar.
Að fyrirgefa þýðir að mæta til fulls inn í augnablik máttarins og öðlast þar mátt viljans – til að valda í vitund, viljandi, eigin orku og tilvist.
Um leið og við tökum ábyrgð með bros á vör erum við mætt og máttug. Álögunum er aflétt og því fylgir mikið frelsi.