Fara í efni

Hugleiðing dagsins frá Guðna Gunnarssyni lífsráðgjafa

Að taka ábyrgð og fyrirgefa sjálfum sér er eins og að horfa á krepptan hnefa sinn, ákveða að sleppa spennunni og opna lófann.
Falleg hugleiðing frá Guðna
Falleg hugleiðing frá Guðna

Að fyrirgefa er að elska

Að taka ábyrgð og fyrirgefa sjálfum sér er eins og að horfa á krepptan hnefa sinn, ákveða að sleppa spennunni og opna lófann.

Það skiptir ekki máli hversu oft þú hafnar þér – aðeins hversu oft þú tekur við þér til baka.

Það skiptir ekki máli hversu oft þú ferð – aðeins hversu oft þú kemur.

Í hvert skipti sem þú ferð ertu að yfirgefa þig. Í hvert skipti sem þú kemur ertu að elska þig.

Forsenda ábyrgðar er fyrirgefning. Ábyrgð er forsenda fyrirgefningar.

Að fyrirgefa þýðir að mæta til fulls inn í augnablik máttarins og öðlast þar mátt viljans – til að valda í vitund, viljandi, eigin orku og tilvist.

Um leið og við tökum ábyrgð með bros á vör erum við mætt og máttug. Álögunum er aflétt og því fylgir mikið frelsi.