Hér er ég
Hér er ég – í snertingu og samtali við hjartað kemstu í vitund og samhljóm með umhverfi þínu; með umheiminum, alheiminum.
Það er engin tilviljun að ég tala um söng hjartans, því að öll orðin sem eru notuð í þessari umræðu, bæði á ensku og eldri tungumálum, s.s. grísku og latínu, vísa í söng.
Samhljómurinn er harmónían, alheimurinn er universum – eitt og sama vers, sami söngur, samhljómur. Ert þú í samhljóm með þér?