Að fyrirgefa þýðir að hafa melt fullkomlega og unnið úr atburði eða uppákomu, melt hana fullkomlega á þann hátt að uppákoman hafi verið óhjákvæmileg og alveg eins og hún átti að vera (jafnvel þótt hún hafi valdið sársauka).
Að fyrirgefa þýðir að sleppa inn í andartakið. Með því hverfur öll forsagan, sem við notum oft til að valda okkur gremju. Þá hverfa allar framtíðarvonirnar sem við notum til að koma í veg fyrir að við njótum augnabliksins.
Ábyrgð er forsenda fyrirgefningar - Fyrirgefningin er forsenda ábyrgðar. Ábyrgðin verður þannig að hornsteini sjálfsvirðingar sem er kjarni sjálfsmyndarinnar.
Að fyrirgefa þýðir einfaldlega að endurheimta ljósið, orkuna sína úr eftirsjá og iðrun og öðlast þannig mátt.