Fyrirgefum okkur og endurskrifum fortíð okkar þannig að hún hreinsist af fórnarlambssöngnum. For- tíðin er ekki til, ekki frekar en framtíðin, en þegar við fyrirgefum breytum við upplifun okkar á þeirri lífsreynslu sem við höfum gengið í gegnum.
Ef við viðhöldum straumnum á eftirsjá og iðrun erum við tilneydd til að viðhalda refsingunni líka.
Annað fylgir alltaf hinu.
Þegar við höfum enga þörf til að refsa okkur sjálfum eða öðrum eða hefna okkar og þegar við erum laus við eftirsjá og iðrun vitum við að við höfum fyrir- gefið – að við skiljum að ást, rými og fyrirgefning eru aðeins hliðar á sama peningi.