Skordýrið umlykur hjartað með efasemdum, gulrótum, tuði, frestun, lygum, svikum, prettum, iðrun, eftirsjá, von, væli, gremju, kvíða, ótta og þegar-veiki og allt þetta skapar þykkan og veglegan einangrunarhjúp sem dempar þann takt lífsins sem hjartað vill miðla í kærleika sínum.
Brjóstkassi, brjóstbak og herðar verða að brynju – skildi.
Um leið og þú heitbindur þig til fullra sam-vista við þig tekurðu fulla ábyrgð á því að vera skapari og leiðtogi í eigin lífi og sendir mögnuð skilaboð til tilverunnar – skilaboð um að þú takir fulla ábyrgð og gefir þig að fullu til samvista við þig og lífið.