UM GRÆNMETI OG ÁVEXTI
Grænmeti og ávextir eru besti orkugjafi sem þú getur fundið. Sérstaklega mælum við með lífrænt ræktuðu grænmeti og hráu, ef þess er kostur.
Heilinn notar eingöngu þrúgusykur (glúkósa) til að vinna úr. Eins og kom fram annars staðar í bókinni vinnur líkaminn miklu hraðar úr sterkju en grænmeti og ávöxtum, sem gerir sterkju að síðri kosti.
Þar að auki fylgja grænmetinu og ávöxtunum trefjar sem eru líkamanum afar nauðsynlegar, auk hvata, ensíma og ýmissa jákvæðra næringarefna.