STÆRSTA GJÖFIN ER AÐ HEITBINDAST SJÁLFUM SÉR
Ég heitbinst sjálfum mér og aðeins sjálfum mér í eigin tilvist. Það er ekki hægt að heitbinda sig öðrum.
En þú getur þú getur heitbundið þig inn í tiltekið samband, til dæmis ástarsamband eða hjónaband, og gefið það sem þú átt, en aldrei umfram heimild. Þú lofar þér inn í sambandið, en það að vera ást er forsenda þess að elska, ást sem er aðeins athygli, ekki heftandi, ást sem þú getur deilt með öðrum.
En um leið og það eru komnar áhengjur hættir ástin að vera ást og verður að stjórnsemi.
Það er mikið frelsi falið í því að treysta sjálfum sér til að elska aðra manneskju, burtséð frá hennar eigin tilfinningum eða gjörðum.