Gildi er áþreifanlegra en dyggð, t.d. auðlegð, hjálpsemi, einlægni og örlæti. Gildi er hornsteinn tilgangsins.
Gildi getur byggt á dyggðum, en einnig er hægt að hafa neikvæð gildi og þar með neikvæðan tilgang, þar sem gildi líkjast meira almennum lífsreglum.
Þeir sem eru heiðarlegir hafa önnur gildi en þeir sem eru óheiðarlegir. Afleiðingar af jákvæðum gildum eru aðrar en afleiðingar af neikvæðum gildum.
Til að skilja muninn á dyggð og gildi er ágætt að hugsa um muninn á sannleika og heiðarleika. Sannleikurinn er, en heiðarleika þarf að iðka.