Hvenær ætlarðu að blómstra? Eftir hvaða áfanga? Eftir hversu mörg jóganámskeið? Eða sjálfshjálparbækur? Eftir hversu margar milljónir? Háskólagráður? Börn eða barnabörn?
Hvenær er rétti tíminn?
Viltu leyfa þér að blómstra? Viltu treysta því að þú blómstrir – á réttan hátt?
Þegar við viljum ekki taka ábyrgð á tilgangi okkar þá erum við ekki að velja og treysta heldur erum við að vona og væla. Þá erum við í von- brigðum, myrkri og vanþakklæti.
Hvað þarftu að fara oft til að koma? Til að birtast? Til að blómstra?
Mjög margir sem ná að skilja þennan málflutning fresta því að blómstra, jafnvel þótt þeir trúi að þeir geti það. Af hverju?
Þeir treysta því ekki að blómstrunin sé ætluð þeim.
Þeir eru hræddir um að blómstrunin standist ekki væntingar.
Tækifærið til að blómstra er alltaf til staðar, í hverju augnabliki. Þú þarft aðeins að grípa glampann í augunum á þér og næra þakklætið.
Þeir eru hræddir við að sleppa gamla líferninu á forsendum skortdýrsins og skuggans.