ÞAKKLÆTISÆFINGAR
Á hverjum morgni teljum við blessanir okkar, munum eftir öllu því dásamlega sem við eigum nú þegar og þökkum fyrir það af öllu hjarta. Við skiljum að inni í lifandi holdi okkar er sál sem vill athygli okkar. Við stofnum til samskipta við sálina í gegnum augun í speglinum, í gegnum eyrun með möntrunni okkar og í gegnum húðina með snertingu.
Við iðkum náð og skiljum hversu dýrmætur hver einasti andardráttur er. Við umgöngumst tilveruna eins og kirkju eða bænahús. Við horfum á líf okkar í lotningu – líkamann, heimilið, samböndin, fjölskylduna – og þökkum fyrir að fá tækifæri til að rækta þessa mögnuðu flóru af lífi og sál.