Þegar ungviðið vex í móðurkviði er það hjartað sem mótast fyrst. Út frá hjartanu vaxa svo limirnir. Hjartað er keisarinn og uppruni alheims er sagður búa í hjarta hvers manns. Hjartað er einnig tákn flóðs og fjöru, samdráttar og útvíkkunar. Sláttur þess myndar hljóm sem ómar á tíðni þeirrar ástar sem býr í okkar hjarta. Þannig sendum við frá okkur bylgjur sem tjá smæstu frumu líkamans ásetning okkar og fyrirætlanir, tilgang og tón þeirrar ástar sem við njótum. Þessar bylgjur óma um alla tilveruna og laða að okkur velsæld og ást sem er á sömu bylgjulengd og tíðni – því að líkur sækir líkan heim.
Hjarta þitt er öflugt útvarp. Hverju ert þú að útvarpa? Hvað er mikil ástríða á bak við skilaboðin sem þú sendir út með sérhverjum slætti hjartans? Þetta er hjartans mál – gefðu því einlægan gaum í allan dag og héðan í frá.