AF HVERJU ÖNDUM VIÐ HRATT OG GRUNNT?
Það eru margar ástæður fyrir því og hér teljum við upp þær helstu:
1. Við erum oft að flýta okkur. Öndunin og hreyfingarnar fylgja þessu ferli og þeim hraða sem þar ríkir.
2. Sú aukna streita sem fylgir nútímalífsstíl gerir að verkum að við öndum hraðar og grynnra.
3. Við komumst auðveldlega í uppnám. Við verðum auðveldlega æst og reið og völdum okkur streitu með viðhorfum skorts.
4. Tækni og sjálfvirkni hefur minnkað þörfina fyrir hreyfingu. Líkaminn tekur aðeins inn nægilegt loft til að lifa af, vitandi eða óafvitandi, til að við- halda því lífi sem við höfum hannað.
5. Við vinnum meira og meira innandyra. Þetta hefur áhrif á gæði þess súrefnis sem við innbyrðum.
Á leið okkar í gegnum lífið verður þessi grunna öndun okkur vanabundin og ef við gerum ekki eitthvað til að snúa henni til betri vegar getur þessi hegðun orsakað varanlega skerta getu og hæfni. Góðu fréttirnar eru þær að við getum snúið þessu við. Til að geta breytt þessum vana þurfum við að viðurkenna þörfina á breytingu og kynnast því af eigin raun hverjir eru kostir þess að anda djúpt og hægt. Við verðum líka að taka ákvörðun um að velja velsæld og auka þannig markvisst súrefnishæfni líkamans, þannig að við getum unnið úr því ljósi og lífafli sem öndunin færir okkur. Í þessu samhengi eins og öðru fær enginn umfram heimild – við leyfum okkur ekki meira súrefni heldur en ljós, fjármagn eða hamingju.