VIÐ BORÐUM HRATT OG TYGGJUM LÍTIÐ – maturinn rúllar nánast ótugginn ofan í maga, sem þarf að hafa sérstaklega mikið fyrir því að melta hann.
Þess konar melting er ekki skilvirk. Nýting næringarefna er í lágmarki og orkan þar með skert.+
Þegar við tyggjum lítið er súrefnisinnihald fæðunnar takmarkað og nýting orkunnar í lágmarki.
Súrefni er forsenda umbreytinga og meltingar. Þegar við tyggjum hins vegar hægt og rólega erum við að súrefnisblanda fæðuna eins og gerist í blöndungi vélar.