Byrjaðu daginn á því að horfa framan í þig í spegli, nógu lengi til að finna fyrir nánd og sjá geislann og fegurðina streyma úr augum þínum.
Þá muntu brosa, án nokkurs vafa, og skilja að þú ert aðeins ást.
Endurtaktu þetta yfir daginn (það eru speglar úti um allt). Taktu eftir því í dag hvaða áhrif ljósið í kringum þig hefur og hvernig þú upplifir þína birtingu með ólíkum hætti, allt eftir ljósinu í kringum þig.