ER NÆRINGARMYNSTRIÐ ÞITT SMÁMÁL EÐA STÓRMÁL?
Við innbyrðum næringu að meðaltali 5–6 sinnum á dag, 35–45 sinnum á viku, 150–180 sinnum á mánuði og 1770–2124 sinnum á ári. Þetta er besta og öflugasta tækifæri til umbreytinga sem um getur. Athöfnin að næra sig – að færa sig nær sér – er stærsta tækifærið sem við höfum til að stíga inn í núið.
Hvað þurfum við að leggja á okkur mikla vinnu og margar búðarferðir til að moka í gin skortdýrsins – svo ekki sé talað um að þrífa upp eftir það?
Ég er ekki að krefja alla um að verða eins; að allir hegði sér á sama hátt og næri sig á sömu fæðunni. En ef þú telur þér trú um að þú viljir lifa í heilbrigðum líkama þarftu að skoða hvort gjörðir fylgja þeim ásetningi eða hvort þú segir eitt innra með þér og framkvæmir eitt- hvað allt annað.
Jógi borðar til dæmis létta fæðu til að verða sveigjan- legur, mjúkur og léttur. Kraftlyftingamaður sem brennir miklu vill borða þyngri fæðu til að byggja sig upp. Á þessu tvennu er mikill munur.