Með hvaða hætti ætla ég að uppfylla sýnina? Markmið er draumur með tímamörkum. Hvernig ætlarðu að vinna í þágu tilgangsins og fram- kvæma sýnina? Eftir hvaða leiðum? Á hvaða vettvangi? Hvernig ætlarðu að auðkenna framlag þitt til heimsins?
Hvernig viltu elska og ráðstafa ljósinu? Hvað viltu skapa og byggja?
Markmið er leiðarvísir þegar það hefur tilgang og er heitbundið – annars erum við aðeins að elta skottið á sjálfum okkur. Markmið er skrifleg yfirlýsing um áfanga sem er ákvarðaður með tímasetningu og umgjörð. Markmiðið er mælanlegt, framkvæmanlegt, nákvæmt, trúverðugt og tímasett og það upplifist í augnablikinu.
Markmið sem ekki byggist á tilgangi er forsenda fjarveru og í besta falli göfug afþreying.