Þótt þú vitir og skiljir er ekki þar með sagt að þú hafir heimild fyrir breytingum – að þú trúir því að þú eigir skilið að gera jákvæðar breytingar í eigin lífi.
Oft felst mesti sársaukinn í því að vita og skilja – án þess að framkvæma. Kraftaverkið gerist því þegar þú framkvæmir og setur kraft í verkið sem fyrir þér liggur.
Kraftaverkið gerist þegar þú sannar fyrir bæði þér og heiminum að þú viljir það sem þú segist vilja.
Framkvæmd er eina leiðin til að sýna fram á heimild sína, sanna hana og staðfesta. Vilji er verknaður.