Með allri okkar tjáningu segjum við umheiminum hversu verðug við erum.
Hér erum við að þjálfa okkur í að klæða okkur upp í tilefnið, andlega, líkamlega, tilfinningalega og huglægt.
Við æfum okkur í klæðaburði, málfari, hugsunum og fasi. Við erum að aga okkur til að framkvæma þær sýnir og þau markmið sem eru yfirlýst af okkar hálfu; staðfesta þann vilja okkar og loforðið um að lifa sem frjálsir skaparar með fulla heimild til að lifa í ljósinu.