KÆRI HEIMUR – ÉG ELSKA
Með því að fyrirgefa segjum við heiminum að grunn- afstaða okkar til lífsins sé ást. Við elskum okkur og gefum okkur rými til að melta – því meltingin er alltaf forsendan fyrir lífi og ljósi.
Heimildin eykst í þrepum og í hvert skipti sem við losum, tökum ábyrgð, fyrirgefum og elskum erum við að búa til rými, útvíkkun og þenslu í staðinn fyrir samdrátt og viðnám. Þetta er ferli sem tekur einhvern tíma; við þurfum að aðlagast ljósinu til að geta þrifist, því að við þekkjum myrkrið svo vel.
Við þurfum líka að hafa úthald og ákveða að yfirgefa okkur ekki í hvert sinn sem við gleymum okkur. Til að rjúfa vítahringinn hættum við að lemja okkur fyrir að fara út úr vitund – í staðinn fögnum við því að taka eftir þegar við fórum úr vitund. Þar liggur sigurinn. Um leið og við skynjum að við erum farin þá erum við komin aftur, inn í núið.
Ef við viðhöldum straumnum á eftirsjá og iðrun erum við tilneydd til að viðhalda refsingunni líka. Annað fylgir alltaf hinu. Þegar við höfum enga þörf til að refsa okkur
sjálfum eða öðrum eða hefna okkar og þegar við erum laus við eftirsjá og iðrun vitum við að við höfum fyrirgefið – að við skiljum að ást, rými og fyrirgefning eru aðeins hliðar á sama peningi.