Hver í þessum heimi býr yfir mættinum til að stöðva þig?
Spurðu þig af hverju þú nýtur þín ekki eða af hverju þú kannt ekki að meta þig. Af hverju heldurðu aftur af þér? Hvað er að óttast?
Eða öllu heldur: Hver er tilgangurinn með afneitun þinni og svikum við eigin sál og hjarta? Heiðarlegt svar við þessari spurningu væri:
„Mér finnst ég ekki verðugur, mér finnst ég ekki verðskulda ást og hamingju.“
En þar er það skuggahegðunin sem talar. Skortdýrið notar svona orð. Ekki hjartað – því hjartað þekkir aðeins hamingju og ljós.