Í dag er gagnrýnifrí.
Í dag tekur þú eftir öllu en gagnrýnir ekkert. Þú skoðar heiminn eins og barn og tekur dómarann útaf. Í dag er allt yndisleg uppgötvun og þú frelsar þig frá þeirri kvöð að hafa skoðun á heiminum. Þú leyfir öllu að vera eins og það er – líka þér.
Láttu aðra vera.
Láttu þig vera. Leyfðu þér að vera.