Þegar við höfum öðlast innsæi þá er næringin sem við veljum ekki lengur ástæða til höfnunar, hver sem hún kann að vera.
Við fylgjumst með því sem við borðum í kærleika og án dóms og þá er ekkert til lengur sem heitir „svindl“.
Það eina sem eftir stendur er val um eina fæðu umfram aðra; aðeins lögmálið um orsök og afleiðingu. Og sá sem lifir í ljósinu og kærleikanum er alltaf fær um að taka afleiðingum gjörða sinna án dóms og refsingar.