Eina leiðin til að virkja sogæðakerfið er djúpþindaröndun, almenn hreyfing og samdráttur vöðvaheilda. Sogæðakerfið getur ekki verið skilvirkt nema við öndum inn í fullt rými lungnanna – við verðum aldrei skilvirkari í hreinsun en við erum skilvirk í aðöndun.
Það er hægt að mæla nákvæmlega hversu mikið súrefni líkaminn notar á hverri mínútu. Súrefnið ferðast með rauðu blóðkornunum (sem dreifa því um líkamann) í gegnum blóðrásina. Hjartað dælir súrefnismettuðu blóðinu út í vöðvana þegar þeir eru hreyfðir eða þegar þú stundar líkamsrækt. Stóru vöðvarnir í lægri hluta líkamans innihalda mestan vöðvamassa. Súrefnissameindirnar ferðast inn í þessa vöðva og því meira súrefni sem þeir nota, þeim mun betri brennsla á sér stað í líkama þínum. Líkamsform þitt ræðst af því hversu mikið súrefni vöðvar þínir nota þegar þeir eru undir mestu álagi við hreyfingu. Þegar vöðvarnir nota eða umbreyta miklu súrefni á sér stað svokölluð líkamsbrennsla (lífræn efnaskipti). Það þýðir líka að þú ert að brenna bæði sykri og fitu sem eru í vöðvunum, lungun dæla súrefni af skilvirkni, hjartað dælir blóði af meiri skilvirkni og eigin- leikar þínir til að melta eru með besta móti. Það verða efnaskipti í vöðvunum þar sem sykursameindir sameinast súrefni og brenna upp.
Gæði öndunar þinnar eru mjög mikilvæg. En þó eru aðrir þættir sem spila inn í sem endanlega skilgreina getu þína til að brenna af skilvirkni. Þú þarft nógu mikið magn af súrefni til að skilvirk brennsla geti átt sér stað og þú þarft að geta stýrt þeirri öndun.