Í dag skoðum við líkama okkar. Er sá líkami sem þú hefur hannað og búið til að þjóna þínum tilgangi?
Er farartæki sálar þinnar þannig útbúið að þú hafir styrk, snerpu og úthald til að takast á við þá velsæld og hamingju sem þú sérð fyrir þér að skapa? Hefurðu getu til að þiggja sanna auðlegð, melta hana og njóta hennar?
Líttu í eigin barm og gerðu úttekt á þínu farartæki og hvernig viðhald og jafnvel úrbætur eru æskilegar. Farðu yfir tilgang þinn og mátaðu hann við tilgang líkama þíns.