Frá örófi alda hefur áherslan verið lögð á að vera til staðar í núinu, lifa í augnablikinu en ekki í fortíð eða framtíð.
Það er hægt að temja sér að stíga inn í vitund í núinu með litlum athöfnum, t.d. með því að kveikja á kerti og vera fullkomlega til staðar í ljósinu sem kviknar. Sumir geta þurft á því að halda að kveikja á sinni tilvist; eru fjar- verandi í kvíðafullum hugsunum. Ég þakka alltaf fyrir þegar ég kveiki og slekk á kerti, því þannig minnist ég ljóssins í lífi mínu og upplifi um leið þakklæti fyrir það sem skiptir mig mestu máli.
Við tengjumst fjölskyldu, ættingjum og vinum með gjöfum. Það eru ekki verðmæti gjafarinnar í vægi gulls sem skipta mestu máli heldur vigt hjartans þegar gjöfin er gefin.
Hugarfarið skiptir öllu máli, ásetningurinn að baki gjöfinni og gott er að muna að oft er þakklæti besta gjöfin.