Bæði byrjendur og lengra komnir eru velkomnir á námskeið Carolyn Cowan. „Aðalatriðið er að þátttakendur séu orðnir hundleiðir á að hjakka alltaf í sama farinu og eiga sér þann draum að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt.
Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum leiðir til að minnka álag, þreytu og streitu í líkama, huga og sál. Velt verður upp spurningum á borð við: Hvaðan kemur streitan? Hvernig upplifum við hana? Hvað gerir streita vð huga, líkama og kirtlastarfsemina? Hvernig getum við losnað við álagsstreitu og orðið glöð og sátt?
„Við munum kanna hvaða leið hver og einn getur farið til að öðlast frelsi frá streitu með samtölum, kundalini jóga, öndunaræfingum, hugleiðslu og hópæfingum. Þátttakendur þurfa að hafa með sér dagbók því þeim er ráðlagt að skrifa allt niður sem þeir vilja vinna með og svo er rosalega mikilvægt að þeir séu í þægilegum fötum til að finna fyrir algjöru frelsi. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af matnum því innifalið er morgun-, hádegis- og kvöldmatur alla dagana. Raunar verður svolítið fjallað um mataræði því Cowan er grænmetisæta og ráðleggur slíkt fæði.
Þótt fólk vilji breyta einhverju í lífi sínu og sækja sér aukinn kraft, þurfi það ekki endilega að fara alla leið til Indlands eða í heimsreisu. Og lætur þess getið að í Kjósinni sé mikil náttúrufegurð og birtuskilyrð einstök á þessum árstíma.
Hér er viðburðurinn á Facebook.
Carolyn Cowan
Carolyn Cowan, f. 1960, er alþjóðlegur kundalini jógakennari, samlífs- og pararáðgjafi, sem hefur sérhæft sig í meðferð til að hjálpa fólki að ná tökum á fíkn og vinna úr áföllum. Hún á skrautlegan feril að baki, t.d. vann hún um tvítugt í Mílanó sem förðunarlistamaður hjá ítalska Vogue og síðar við gerð tónlistarmyndbanda á Englandi, m.a. með Bryan Ferry og David Bowie.
Tuttugu og átta ára hafði hún ánetjast fíkniefnum og reykti sígarettur eins og strompur. Og þannig var líf hennar næstu þrjú árin, eða þar til hún faðraði David Bowie fyrir tónlistarmyndband og hann ráðlagði henni að fara í meðferð, en sjálfur var hann nýkominn úr meðferð. Cowan lét segjast, hætti að drekka, sótti AA-fundi og og hóf starfsferil sem ljósmyndari.
Eyrarkot í Kjós
Á ljósmyndaferðalagi á Indlandi í byrjun tíunda áratugarins kynntist hún jóga og heilun. Síðan hefur hún helgað sig kundalini jógakennslu og ráðgjöf af ýmsu tagi, t.d. heldur hún námskeiðin Mother’s Journey fyrir ljósmæður og heilbrigðisstarfsfólk sem hún þjálfar til að kenna barnshafandi konum jóga.
Hér má sjá verð og hvar þú getur óskað eftir frekari upplýsingum
Og þetta um Estrid:
Estrid Þorvaldsdóttir starfaði í átröskunarmeðferð Landspítalans sem ráðgjafi og yogakennari. Hún hefur reynslu af að kenna sjúklingum og starfsfólki LSH og heldur jóganámskeið fyrir unglinga og börn. Einnig sérhæfð námskeið varðandi kvíða- og fíknikvilla.
Landspítali veitti Estrid viðurkenningu árið 2012 fyrir afburða frumkvöðlastarf í innleiðingu kundalini-jóga fyrir sjúklinga og starfsmenn.
Estrid tók þátt í því að koma á laggirnar fyrstu Yogahátíð á Íslandi,Sumarsólstöðuhátíð sem haldin er í júni á hverju ári.
Estrid starfar einnig sem leiðsögumaður á Íslandi.
Nám:
2015: Level 2 Livestiles and lifecicles 2015
(Kundalini Research Institute)
Sólheimar kennari: Schiv
2014 - 2015: Leiðsöguskólinn í MK
2014: Karam krya Lyon (consultation training)
2014: Level 2 Authentic relationship
(Kundalini Research Institute)
2013: Level 2 concius comunication
(Kundalini Research Institute)
2013: Cognitive Remediation herapy:
An Introductory Workshop, prof. Bryan Lask
2012: Level 2 Sardegna concius comunication
(Kundalini Research Institute)
Allar upplýsingar um verð og skráningu eru á auglýsingunni ofar í grein.