Þú ert ábyrgur einstaklingur sem skilur til fulls að orka eyðist ekki; að henni er aðeins hægt að ráðstafa í velsæld eða vansæld.
Þú veist að tilgangur þinn er kjölfesta hamingjunnar og að markmiðin eru aðeins verkfæri.
Þú upplifir festuna í heitbindingunni og skynjar að heimild þín til velsældar ákvarðast af slagrými hjartans.
Þú opinberar hjarta þitt og traust af nærgætni með tjáningu og framgöngu.
Innsæi þitt er vakandi vitund og leiðbeinir þér með kærleiksríkri hvatningu.
Þakklæti þitt og örlæti eru farvegur hamingju og friðar – uppljómunar og alsælu.