MÁTTUGUR ER MÆTTUR MAÐUR
Sá sem lofar sér ekki til fulls eða gefur sig ekki allan er alltaf tvístraður og stefnulaus með leitandi og marklausa orku. Hann fylgir þeirri handahófskenndu áætlun sem gildir hjá öllum sem hafa ekki sjálfir ákveðið sína eigin áætlun og þar með tekið ábyrgð.
Allir geta safnað sér saman, komið til sjálfs sín; allir geta orðið máttugir með því að mæta inn í eigin tilvist, inn í augnablikið, því máttugur er mættur maður.
Með því að heitbinda okkur lofum við okkur til fulls og flytjum inn í innsæið sem býr í hjartanu, innsæið sem er röddin sem þú vissir alltaf að væri þarna, sannleikurinn sem vill að þú búir með sér í hjartanu.
Ekki gefa afslátt af mannorði þínu með hálfkáki. Agi er kærleiksrík umgjörð.