Þess konar melting er ekki skilvirk. Nýting næringarefna er í lágmarki og orkan þar með skert.
Þegar við tyggjum lítið er súrefnisinnihald fæðunnar takmarkað og nýting orkunnar í lágmarki. Súrefni er forsenda umbreytinga og meltingar. Þegar við tyggjum hins vegar hægt og rólega erum við að súrefnisblanda fæðuna eins og gerist í blöndungi vélar.
VIÐ SNIÐGÖNGUM MUNNVATNIÐ – við drekkum alls konar drykki með mat sem draga úr virkni fjölmargra ensíma og meltingarhvata í munnvatninu sem eru í raun fyrsta stig meltingarinnar. Við skolum matnum niður með þessum drykkjum í stað þess að láta munnvatnið sjá um það.