Mig langar í burtu ...
„Mig langar svo í sígarettu!“ „Mig langar í hamborgara, franskar, snakk, gos og nammi!“ „Mig langar í þetta, mig langar í hitt ...“
Allt eru þetta lygar.
Öll fíkn er fíkn í fjarveru – ákall um að komast í burtu frá sjálfum sér og hugsunum sínum. Sannara væri að segja við sjálfan sig: „Mig langar í burtu frá þér, núna!
Ég vil ekki vera hérna og ég vil leysa það með sígarettu eða hamborgara eða nammi eða kynlífi eða ...“
„Mig langar í burtu – frá mér. Ég er fjarverufíkill – afþreyingarfíkill.“