NÚNA SKILJUM VIÐ
Við skiljum að móðir jörð er eins lifandi og við og að við erum heilög mold sem er hold.
Við skiljum að öll framkoma okkar í eigin garð verður að framkomu okkar í garð annarra; að í þakklæti verði hvert augnablik að ævintýri þar sem eftirvænting og ástríða skapa orku hins tæra hljóms.
Við horfum á eigið vald og skiljum að við erum orðin að birti sem getur á hvaða augnabliki sem er lýst upp allan heiminn.
Við skiljum að ef við veljum að blessa eitthvað þá verður það blessun – vegna þess að við erum skap- arar og allt sem við trúum verður.
Í þakklætinu erum við tengd orkusviði heimsins þannig að áhrifin sem við höfum á hann eru margfölduð, vægi hugsana okkar og gjörða magnast.