Fjarvera er skortur á nánd
Það er nánd sem er afleiðingin af fyrstu fimm skrefunum – nánd við eigin tilvist, nánd við eigin kosti og tregðu, nánd við núið.
Þú tengist ólíku fólki mismunandi tilfinningaböndum. Sum þessara sambanda ein- kennast af fjarveru og skorti. Það sem skilgreinir gott tilfinningasamband er hvort þú finnur fyrir nánd í samskiptunum eða ekki.
Hjarta þitt veit alveg hvað ég á við.
Fjarlægðin kemur af sjálfu sér. Um leið og við hættum að vinna í nánd við makann erum við ósjálfrátt að vinna í fjarlægðinni, að vinna í aðskilnaði, að vinna okkur í áttina að nýjum sársauka.