AÐ INNBYRÐA ORKU SEM RÝRIR EKKI ORKU LÍKAMANS
Þetta er allt spurning um að ná sér í orku í formi sem dregur ekki úr orku. Veistu hvað dýrin í náttúrunni gera þegar þau eru veik? Þau borða ekki. Af hverju er það mjög rökrétt? Vegna þess að þá létta þau á starfseminni. Þau gefa líkamanum rými til að jafna sig. Þau nýta kraftana sem eru fyrir í líkamanum til að heila sig. Því að allir okkar líkamar búa yfir miklu magni af auka orku.
Sannleikurinn er þessi: Öll orka kemur upprunalega úr ljóstillífun. Þar liggur mesti krafturinn. Þess vegna legg ég áherslu á lifandi mat eins og lífrænt ræktað grænmeti og ávexti – hann er svo stutt frá sólarorkunni sem ljóstillífunin fangaði.
Hvað er kjöt? Kjöt kemur af dýrum sem hafa í besta falli nært sig á plöntum, grasi og ávöxtum (en stundum á óheilnæmu fóðri). Orkan liggur dýpra og það er miklu, miklu flóknara fyrir líkamann að brjóta kjöt niður til að ná í hina sönnu orku.