Ef þú hefur verið í fangelsi þá þarftu að aðlagast ljósinu – aðlagast frelsinu. Aðeins fáir afbrotamenn þola við í ljósinu, sérstaklega í fyrstu atrennu; þannig snúa þeir aftur í umgjörðina sem við köllum fangelsi. Þetta er leikurinn sem við leikum, en álögin eru ólík. Hvað er að vera fangi? Hvað er að vera alkóhólisti? Hvað er að vera nikótínisti?
Birtingin á fjarverunni fer eftir þörfum hvers og eins. Þarftu mat til að valda þér þjáningu og fjarveru? Áfengi? Eiturlyf? Kynlíf? Tóbak? Afreksleit? Sjúkdóma? Veikindi? Slen? Rómantík? Skömm? Á hverju er nógu mikil hleðsla til að halda þér uppteknum frá augnablikinu?
Það þarf vilja til að skapa rými fyrir ljósið í lífi sínu – ef þú rýkur út færðu ofbirtu í augun, jafnvel sólsting. Þá geturðu hrokkið aftur inn í múra fangelsisins. Við erum svo vön myrkrinu, svo vön dempuðu og takmörkuðu ljósi, að við viljum auka þol okkar fyrir ljós. Framgangan er það tækifæri.
Framgangan verður aldrei markvissari en tjáning okkar – við opinberum okkur í orðavali, vitund, atferli. Við sýnum hversu verðug við erum.