Engar ónátt- úrulegar viðbætur eru notaðar til að örva vöxtinn og borin er virðing fyrir eðlilegu vaxtartímabili plöntunnar. Í stuttu máli má segja að lífræn ræktun snúist um eðlilegt samhengi og réttan takt plantnanna við náttúrulegt umhverfi sitt. Flestir eða allir sem stunda lífræna ræktun hafa kynnt sér í þaula eðlileg ferli plantnanna og nálgast allan sinn rekstur á forsendum sjálfbærni og hreinleika. Þessar hugsjónir skila sér alla leið í plönturnar sjálfar.
Í hefðbundinni ræktun er öll framvinda pínd áfram, enda ráða þar ferðinni hagkvæmni- og gróðasjónarmið. Ljósi er þrýst inn í plönturnar, vatninu er dælt inn og því stjórnað.
Oft á tíðum snerta plönturnar aldrei jörðina heldur eru þær látnar vaxa í tilbúnu umhverfi. Vöxturinn er örvaður með tilbúnum áburði og framvindan vernduð með skordýraeitri.
Hefðbundin ræktun snýst um að hraða sem mest á ferlinu til að geta framleitt sem mest á sem stystum tíma. Að sama skapi er ýmsum brögðum beitt til að lengja líftíma ávaxta og grænmetis í hillum verslana.