Við skiljum að engin orkuútgjöld eru jafn dýrkeypt og sjálfssvik á borð við frestun og að heiðra ekki sitt eigið orð.
Eina leiðin til að létta á hjartanu er að segja sannleikann. Segirðu allan sannleikann, notarðu hvítar lygar, segirðu ekki allt til að vernda aðra? Mætirðu á réttum tíma í vinnuna? Snúsarðu á morgnana?
Skoðaðu samskipti þín við þig. Ertu að dansa við þig og lífið? Ertu að dansa við maka þinn og fjölskyldu? Veitirðu þér og öðrum atlot og þétt faðmlag?