VIÐ BORÐUM OG DREKKUM SÚRAR FÆÐUTEGUNDIR
– lífsnauðsynlegt sýrustig blóðsins er 7,35–7,45. Mjög margt sem við innbyrðum daglega gerir líkamann súran. Í staðinn þarf hann að nota orku og beita ýmsum brögðum við að ná sýrustiginu niður.
Þetta er ein allra mikilvægasta hliðin á næringu – við erum að fylla líkamann af fæðutegundum sem gera blóðið súrt. Það skapar aukaálag og skekkir alla starfsemi líkamans.
VIÐ BORÐUM TIL AÐ DEYFA TILFINNINGARNAR – sálin reynir að tala við okkur með ýmsum hætti, en í stað þess að taka tilfinningunum opnum örmum verðum við hrædd við þær og verjum orku í að leiða hjá okkur skila- boðin, meðal annars með mataræðinu og þeirri fjarveru sem er hægt að skapa með óhliðhollum matarvenjum.