Hér erum við komin í ljós. Við erum komin í ástand uppljómunar eða alsælu. Þakklæti er hreint ljós; tærasta orka sem til er. Þakklæti er ekki hægt að upplifa í huganum, við getum ekki hugsað okkur þakklát; við verðum að draga djúpt andann og finna það í hjartanu, því það er tilfinning en ekki viðhorf eða ákvörðun.
Viðnám og sjálfsvorkunn eru upplýsingar um efa og blekkingu. Það er aðeins ein tilfinning og það er ást. Við búum til ferli sem minnir okkur á þessa staðreynd og hvetur okkur til að líta upp í þakklæti.