Ekki reyna að vera öðruvísi. Í því felst skortur. En breytingar á hegðun og upplifun munu eiga sér stað um leið og þú mætir í augnablikið.
Það er ekki hægt að snúa við, svona almennt í lífinu. Það er aðeins hægt að leggja af stað. Svo er hægt að setjast niður með hendur í skauti eða fara krókaleiðir og verjast hjartanu eins og mögulegt er.
Þess vegna geturðu valið að leggja af stað – núna. Og elskað þig samt, af öllum mætti.