Er ég þakklátur fyrir að vera til?
Já.
Af hverju ætti ég þá að vera vanþakklátur gagnvart fortíð minni, með góðum og slæmum snúningum?
Sagan mín: Sú útgáfa af samanlögðum augnablikum fortíðarinnar sem ég kýs að muna eftir. Það skemmtilega við þessa sögu er að hún breytist frá degi til dags – þegar ég stend í drullupoll inum og þarf að réttlæta tilvist mína í vansæld get ég munað eftir fortíðinni með iðrun og eftirsjá. Þegar mér líður vel og er fullur af þakklæti og kær leika þá hentar mér betur að muna það góða.
Fyrirgefum og sleppum, því allt hafði tilgang á leiðinni hingað.
Allt.
Af hverju ætti ég þá að gera lítið úr því hver ég er, núna, hérna?
Af hverju ætti ég að vilja dæma sumt úr minni fortíð sem neikvætt og annað sem jákvætt?
Skil ég ekki að þannig hafna ég mér, núna? Hafna því hvernig ég er, núna?
Það eina sem ég á er núið mitt. Núna.
Núið er frábær afleiðing af öllum mínum gjörðum í svokallaðri fortíð – þessari undarlegu fortíð sem er ekki til, en við getum samt breytt, núna, með breyttri afstöðu.
En ef fortíðin er ekki til ... er þá hægt að upplifa hana?
Ævi mín er ekki til sem föst eining. Ævi mín er aðeins saga.