Tilgangurinn er þín útfærsla á ást
Tilgangurinn er forsenda allsnægta og velsældar. Tilgangur manneskjunnar er alltaf ást, en það sem gerir okkur frábrugðin hvert öðru er hvernig við skilgreinum hvernig við ætlum að elska.
Þín útfærsla á ást er þinn tilgangur – hvernig þú velur að ráðstafa orkunni sem er ást gagnvart heiminum.
Markmið byggð á tilgangi eru yfirlýsing um þakklæti, ekki yfirlýsing um skort. Mark- mið byggð á tilgangi nást stöðugt því að upplifun þeirra á sér stað í núinu.
Markmið án tilgangs tilheyra þegar-veikinni og þegar við eltum þau viðhöldum við vítahring skortsins og eltum skottið á sjálfum okkur eins og hundar.