Fara í efni

Treystum við á lögmál tilverunnar eða ekki? Hugleiðing á fimmtudegi

Hugleiðing á fimmtudegi~
Hugleiðing á fimmtudegi~

Að skilja sinn stað í náttúrunni

Fyrr eða síðar stöndum við frammi fyrir einfaldri spurningu:
Treystum við á lögmál tilverunnar eða ekki?
Ef við treystum því að sólin komi upp á morgnana og næri blóm og tré og seli og ánamaðka með geislum sínum, ef við treystum því að þykkir skýjabakkar hafi í för með sér rigningu og að flóð og fjara séu í samhengi við afstöðu tungls til jarðar, og við treystum því að níu mánuðum eftir getnað fæðist barn og treystum því að ef við köstum steini í vatn þá myndist ölduhringir sem fyrst stækki en taki svo smám saman að réna uns vatnið er aftur kyrrt – ef við treystum þessu öllu og trúum að alls kyns slík lögmál ríki í náttúrunni – af hverju viljum við ekki trúa því að okkar tilgangur sé að lifa í friði, í ljósi, í velsæld og allsnægtum? Að ljós sólarinnar sé okkur ætlað? Að ljósið búi líka í okkur?Að skilja sinn stað í náttúrunni

Fyrr eða síðar stöndum við frammi fyrir einfaldri spurningu:
Treystum við á lögmál tilverunnar eða ekki?
Ef við treystum því að sólin komi upp á morgnana og næri blóm og tré og seli og ánamaðka með geislum sínum, ef við treystum því að þykkir skýjabakkar hafi í för með sér rigningu og að flóð og fjara séu í samhengi við afstöðu tungls til jarðar, og við treystum því að níu mánuðum eftir getnað fæðist barn og treystum því að ef við köstum steini í vatn þá myndist ölduhringir sem fyrst stækki en taki svo smám saman að réna uns vatnið er aftur kyrrt – ef við treystum þessu öllu og trúum að alls kyns slík lögmál ríki í náttúrunni – af hverju viljum við ekki trúa því að okkar tilgangur sé að lifa í friði, í ljósi, í velsæld og allsnægtum? Að ljós sólarinnar sé okkur ætlað? Að ljósið búi líka í okkur?