Uns heitbundinn ertu
– alltaf hikandi, tilbúinn að draga í land
alltaf fálmandi.
Í öllum lögmálum frumkvæðis (og Sköpunarverksins)
er einn æðri sannleik að finna
– að hafa hann að engu kæfir óteljandi hugmyndir
og stórkostlegar áætlanir:
Á því augnabliki sem þú heitbindur þig
byrjar Forsjónin að hreyfast um leið.
Þá hendir fjöldi hjálplegra atvika
sem aldrei hefðu orðið.
Stórstreymi atburða sprettur úr ákvörðuninni:
Þér í hag rís upp fjöldi af
óvæntum viðburðum, fundum
og efnislegum þáttum
sem enginn gat látið sig dreyma um
að drægjust í þína átt.
Hvað sem þú vilt eða þig dreymir um að geta – leyfðu því að hefjast. Áræðni býr yfir snilld, orku, göldrum.
William Hutchinson Murray