Valkvíði er valdkvíði.
Valkvíði er valdkvíði – óttinn við eigið vald yfir eigin lífi, óttinn við að því valdi fylgi upplýst ábyrgð og afleiðingar til að fást við. Það er miklu auðveldara að halda að sér höndum og geta bent á aðra þegar eitthvað fer úrskeiðis; að geta farið inn í vel þekktan og samfélagslega viðurkenndan söng sjálfsvorkunnar.
Þeir sem segjast haldnir valkvíða segja sumir að þeir höndli ekki tilhugsunina um að gera mistök; að þeir muni
ekki ráða við afleiðingarnar af vali sínu.
Þetta er skiljanlegur hugsunarháttur, þegar þú trúir því á annað borð að ábyrgðin sé aðeins þín þegar þú velur sjálfur..